Prestabrá 'Crazy Daisy''Crazy Daisy' er fallegt yrki af prestabrá með fylltum blómum. Tungukrónurnar eru margar og mjóar og á meðan blómin eru að springa út minna þau á krísur (Chrysanthemum). Þegar blómið hefur opnast alveg kemur í ljós gul miðja af pípukrónum . Hún er nálægt 60 cm á hæð og alveg á mörkunum að standa óstudd, blómstönglarnir geta lagst niður í rigningu og roki enda blómin þung. Hún gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, vex best í sól eða hálfskugga og hefur reynst harðgerð.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon