StjörnublaðkaStjörnublaðka (Lewisia cotyledon) er fjallaplanta sem vex í klettum og skriðum í fjöllum N-Kaliforníu og S-Oregon. Hún þolir alls ekki rakan jarðveg því þá rotnar rótarhálsinn og plantan drepst. Það er því afar miklivægt að planta henni í jarðveg sem vatn hripar vel í gegnum, helst í góðum halla svo það renni vel frá og safnist ekki fyrir. Hún blómstrar í júní - júlí. Blómin eru á ca. 10 cm háum blómstönglum mörg saman í sveip. Þau eru í ýmsum litbrigðum frá hvítu yfir í rautt og gult og er ótrúlegur fjöldi yrkja í ræktun. Plönturnar á myndinni gróðursetti ég neðst í steinhæð, á milli steina og fyllti upp í með sandblöndu sem var ca. 20-30% mold. Þær lifðu ekki. Það vantaði hallann og sennilega hefur jarðvegurinn líka verið of þéttur, hann þarf að vera frekar grófkornóttur. Það hefur gefist vel að rækta hana í pottum og geyma í skjóli fyrir rigningu yfir vetrarmánuðina.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.:

Stjörnublaðka 'Pink-Orange'

Stjörnublaðka 'Soranda'

Stjörnublaðka 'Yellow'


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon