TurnskjöldurTurnskjöldur (Ligularia przewalskii) er hávaxin planta sem vex villt í raklendi í N-Kína og Mongólíu. Hann þarf þó ekki að standa úti í mýri til að þrífast og þrífst alveg ágætlega í venjulegri garðmold. Flestir skildir (Ligularia) eru með óskipt laufblöð sem eru oft mjög stór, en laufið á turnskildi er fínskipt sem gefur honum mun fínlegra yfirbragð. Blómstönglarnir eru næstum svartir sem er flott andstæða við gul blómin. Hann verður vel yfir meter á hæð en stendur alveg óstuddur. Hann vex best í sól eða hálfskugga. Harðgerð og auðræktuð planta.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon