Lilja 'Honeymoon'Garðliljublendingar eru flokkaðir í átta flokka eftir blómlögun og uppruna og er villtum liljutegundum svo skipað í níunda flokkinn. Fyrsti flokkurinn, asíublendingar (Asiatic hybr), eru hvað algengastir í ræktun hér og þrífast almennt vel.

'Honeymoon' er blendingur á milli tveggja flokka, austurlandablendinga og trompetliljublendinga.

Hún er mjög hávaxin, getur orðið vel yfir 2 m á hæð, með mjög þéttblöðótta stöngla af frekar löngum og breiðum laufblöðum. Blómin eru risastór, fölgul með dekkri miðju. Hún er vægast sagt mjög tilkomumikil í blóma. Þrátt fyrir að austurlandablendingar (Oriental) og trompetliljublendingar (Trumpet) eru almennt ekki alveg eins öruggir í ræktun hér á landi og asíublendingarnir, þá hefur 'Honeymoon' reynst mjög vel og blómstrað nokkuð árvisst. Hún blómstrar seint í ágúst og fram í september.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon