ÁlfamunnurÁlfamunnur (Linaria alpina) er undurfögur, jarðlæg steinhæðaplanta með grágrænu laufi og ljósfjólubláum blómum með appelsínugulri miðju. Hann þolir illa blautan jarðveg og þarf því mjög sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi, blönduðum grófum sandi eða vikri. Hann á það til að sá sér örlítið. Hann er auðræktaður af fræi.

Álfamunnur vex villtur í fjöllum víða í Suður- og Mið-Evrópu í grýttum jarðvegi, skriðum eða klettasprungum.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon