Skrautlúpína 'Tutti Frutti'Skrautlúpína (Lupinus x regalis) er samheiti yfir blendinga garðalúpínu (Lupinus polyphyllus) og runnalúpínu (Lupinus arboreus). Fyrstu blendingarnir voru hinir vinsælu Russel-blendingar sem Bretinn George Russell á heiðurinn af. Hann þróaði þá með kynblöndun á þessum tveimur tegundum og mögulega nokkrum fleiri. Hann vann að því í tvo áratugi að þróa þessa fagurlituðu blendinga sem hafa verið vinsælar garðplöntur síðan þeir komu fram um miðja 20. öldina. Því miður verða þeir oft mjög skammlífir.

'Tutti Frutti' er nýr hópur blendinga sem þróaður var hjá Thompson & Morgan. Þeir eiga að vera með enn lengri og þéttari blómklasa en Russel-blendingarnir í enn meira litaúrvali. Þeir eru mjög lofsamaðir og jafnvel sagðir bestu lúpínublendingar sem komið hafa fram.

Það er ekki komin lögn reynsla á þá hjá mér, en fyrsta plantan sem blómstrar lofar afar góðu. Ég er með allnokkrar í uppeldi úti í reit og hlakka til að sjá hvað kemur út úr því. Það á eftir að koma í ljós hvernig þær þrífast.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon