Ástareldur

Updated: Mar 1, 2019Ástareldur eða skarlatshetta (Lychnis chalcedonica) vex villtur í A-Evrópu og V-Asíu. Hann blómstrar skarlatsrauðum blómum, sem standa í þéttum klösum á enda blómstönglanna og er mjög áberandi í blóma. Hann er hávaxinn og þarf stuðning, sérstaklega ef jarðvegur er mjög frjór. Hann þrífst best í sól, í frekar vel framræstum, sæmilega næringarríkum jarðvegi. Ágætlega harðgerður.

Viljir þú deila myndum og reynslu þinni af ræktun þessarar plöntu með öðru garðáhugafólki er þetta rétti staðurinn til þess.


408 views

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon