Að deila upplýsingum og myndum á Garðaflóru - stutt leiðsögn.

Updated: Mar 1, 2019


Það eru nokkrar leiðir til að deila reynslusögum og myndum af plöntum á vefsíðu Garðaflóru.

Fyrst er að athuga hvort plöntuna er að finna á síðunni. Það er hægt að gera með því að slá nafnið inn í leitargluggann efst á síðunni, eða skoða yfirlitssíðurnar fyrir hvern plöntuflokk, fjölæringa, rósir, haustlauka, sumarblóm og tré og runna.


I.

Á hverri plöntusíðu eru athugasemdareitir þar sem hægt er að gefa plöntunni 1-5 stjörnur efti því hvernig hún hefur reynst, skrifa stutta lýsingu á hvernig plantan þrífst og við hvaða aðstæður. Einnig er hægt að hlaða upp mynd. Athugasemdir birtast ekki fyrr en þær hafa verið samþykktar. Það er ekki hægt að lagfæra athugasemdir sem búið er að senda, en ef einhver villa læðist inn er hægt að senda tölvupóst á gardaflora@gardaflora.is og biðja um lagfæringu.


II.

Á hverri plöntusíðu er líka hnappur með hlekk yfir á þráð fyrir viðkomandi plöntu á spjallsvæði Garðaflóru. Þar er einnig hægt að setja inn myndir og lýsingu á reynslu af ræktun plöntunnar. Hér er meira svigrúm til umræðna við aðra notendur um tilteknar plöntur og hægt að skrifa lengri texta.


III. Ef plantan er ekki komin inn á síðuna, er þriðji möguleikinn að senda inn beiðni um að henni verði bætt inn. Það þarf að skrá inn annaðhvort íslenskt eða latneskt heiti og yrkisnafn ef um yrki er að ræða. Síðan er reitur fyrir nánari upplýsingar s.s. vaxtarskilyrði, hæð, blómgunartíma, harðgerði o.s.frv. ef þær upplýsingar eru þekktar. Að lokum er hægt að hlaða inn allt að sex myndum. Það er ekki nauðsynlegt að fylla inn í alla reiti, en því meiri upplýsingar sem skráðar eru, því betra. Það getur liðið einhver tími frá því að beiðni er send inn og þar til upplýsingarnar skila sér inn á síðuna.


Og þá er ekkert að vanbúnaði og um að gera að prófa sig áfram! Á spjallsvæðinu er umræðuflokkur sem heitir Almennt garðyrkjuspjall, þar sem hægt er að setja inn fyrirspurnir ef eitthvað er óljóst, og svo er líka hægt að senda tölvupóst á gardaflora@gardaflora.is. Gangi ykkur vel!


44 views

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon