Brassica F1 'Redbor'
Skrautkál
Skrautkál er ræktað vegna blaðfegurðar frekar heldur en til matar og er notað til uppfyllingar í blómabeð og ker. Það heldur sér vel frameftir hausti hentar því vel í haustskreytingar í blómaker eftir að sumarblómin eru búin. 'Redbor' er grænkálsyrki með vínrauðu laufi, sem er vel ætt.
Sáð í maí-júní. Fræ rétt hulið með þurrum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir um 7 daga við 21°C. Uppeldistími er um 7 vikur. Æskilegt hitastig á uppeldistíma er undir 20°C, svo ef gróðurhús er ekki til staðar er best að sá í maí-júní þannig að hægt sé að setja plöntur fljótlega út. Liturinn kemur fram við hitastig undir 13°C.
10 fræ í pakka