Callistephus chinensis 'Duchesse Apricot'
Sumarstjarna
Sumarstjarna, eða sumaraster, er sumarblóm sem blómstrar fylltum körfublómum í ýmsum litum. 'Duchesse Apricot' blómstrar ferskjubleikum blómum. Verður um 70 cm á hæð og gæti því þurft stuðning.
Fræ frá Chiltern Seeds.
Sáningartími: febrúar-mars. Fræ hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
20 fræ í pakka