top of page
Dahlia 'Que Sera'

Dahlia 'Que Sera'

Anemónudalíur

 

Anemónudalíur eru hávaxnar, um 70-120 cm á hæð. Blómkörfurnar eru samsettar af einni eða nokkrum röðum af breiðum, flötum tungukrónum og kúptum dúski af pípukrónum í miðjunni.

 

'Que Sera' verður  um 90-120 cm á hæð og blómstrar hvítum og fjólubláum blómum.

 

1 stk. í pakka.

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Dalíur þurfa langa forræktun inni og hlýjan, skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað úti.  

    Hnýðið er gróðursett í 3 l pott í byrjun mars og ræktað inni á björtum og svölum stað þar til frosthætta er liðin hjá. Gróðurlýsing er ekki nauðsynleg, en gagnleg til að vöxtur verði ekki of teygður.  Mikilvægt er að vökva sparlega í fyrstu því hnýðin geta auðveldlega rotnað ef moldin er of blaut.

    Dalíur þurfa sólríkan vaxtarstað til að ná að blómstra. Þær þurfa vel framræstan jarðveg, því þær vilja ekki standa í bleytu, en þó þurfa þær mikla vökvun þegar þær eru komnar í fullan vöxt og eru fljótar að hengja blöð þegar moldin er orðin of þurr. Gæta þarf þess að nota ekki of köfnunarefnisríkan áburð, því þá verður blómgun minni og blómstönglar teygðir og veikir.

    Hnýðin þola ekki frost, en séu þau tekin inn og geymd yfir veturinn er hægt að planta þeim aftur að vori. Ef þau voru ræktuð í potti yfir sumarið er hægt að láta hnýðið þorna í pottinum, geyma pottinn á svölum stað og byrja svo að vökva aftur í mars. Þegar nývöxtur birtist þarf að koma pottinum fyrir á björtum, svölum stað.  Það er þó mælt með því að hreinsa moldina vel af hnýðunum og láta þau þorna í nokkra daga og geyma þau svo vafin í dagblöð eða í sandi/vikri yfir vetrarmánuðina. Þau eru svo gróðursett aftur að vori og ræktuð á sama hátt og árið á undan.

kr620 Regular Price
kr465Sale Price
VAT Included
Out of Stock

Related Products