top of page
Orange flowers of wall flower, Erysimum Orange Bedder
  • Erysimum 'Orange Bedder'

    Logagyllir (Erysimum cheiri)

     

    Logagyllir er tvíær og blómstrar á öðru ári.  Plönturnar þarf helst að geyma í reit eða köldu gróðurhúsi yfir veturinn og blómstra þær þá snemma næsta vor. 

     

    Sáð í byrjun febrúar. Fræ rétt hulið. Plönturnar þurfa að vera orðnar vel stálpaðar þegar þeim er plantað út fyrir haustið. Ef þeim er sáð þegar komið fram á vorið, þarf helst að geyma þær í reit eða köldu gróðurhúsi yfir veturinn til að tryggja að þær lifi veturinn. Þær blómstra snemma næsta vor. Þarf sólríkan vaxtarstað og vel framræstan (vikurblandaðan) jarðveg.

     

    100 fræ í pakka

      kr200Price
      VAT Included

      Related Products

      bottom of page