top of page
Hippeastrum 'Nagano' í potti
 • Hippeastrum 'Nagano' í potti

  Stórblóma amaryllis

   

  Var keyptur inn sem 'Rilona' en skv. seljanda er rétt heiti á sortinni sem var afgreidd 'Nagano'. Hann blómstrar appelsínurauðum blómum með hvítum rákum út frá miðju.

   

  1 stk í 13 cm eða 11x11 cm potti

  • Ræktunarleiðbeiningar

   Amaryllis er ræktaður sem stofuplanta hér á landi.

   Laukurinn er gróðursettur í pott sem er aðeins rýmri en stærðin á lauknum, því þeir vaxa best ef ræturnar eru aðeins aðþrengdar. Laukurinn er hulinn með mold að hluta, en efsti þriðjungurinn er látinn standa upp úr moldinni. Moldin þarf að vera blönduð vikri til að tryggja gott frárennsli.  Potturinn þarf svo að standa á hlýjum sólríkum stað fram að blómgun. Það getur verið gott að hafa pottinn á aðeins svalari stað á meðan á blómgun stendur, þá standa blómin lengur. Þegar blómin hafa sölnað er blómstöngullinn klipptur burt og þá þarf laufið alla þá sól sem það getur fengið til að safna forða fyrir laukinn. Sólríkur gluggi eða gróðurhús væri besti kosturinn.  Hvenær laukurinn er settur í geymslu fer eftir því hvenær ætlunin er að fá hann til að blómstra, miða ætti við 3 mánuði. Þá er vökvun hætt alveg og potturinn hafður á dimmum, svölum stað.  Þegar ætlunin er að koma vexti af stað aftur er potturinn settur aftur á hlýjan, bjartan stað og byrjað að vökva, bara einu sinni þar til fer að sjást í grænt. Ef þörf er á stærri potti er rétt að umpotta á þessum tímapunkti.

  kr1,200Price
  VAT Included
  Only 5 left in stock

  Related Products