top of page
Hosta 'Liberty'

Hosta 'Liberty'

1.350krPrice
Tax Included

Brúska

 

'Liberty' er yrki af brúsku með blágrænu laufi með breiðum ljósgulum jöðrum sem verða kremgulir með aldrinum. Blómin eru lillablá, ef hún blómstrar.

Óreynt yrki, en brúskur þrífast almennt vel hér á landi.

 

1 stk. í 11x11 cm potti.

Out of Stock
  • Ræktunarleiðbeiningar

    Brúskur (Hosta) eru nokkuð harðgerðar, skuggþolnar plöntur. Þær þrífast best í hálfskugga í vel framræstum, lífefnaríkum jarðvegi. Þær þola illa þurrk og þær þola ekki blautan, þéttan jarðveg, svo jafnrakur jarðvegur er það sem hentar þeim best. Þær verða fallegastar í þokkalega góðu skjóli því laufið getur tæst í miklum vindi. Þær vakna mjög seint á vorin og fara ekki að sýna nývöxt fyrr en undir lok maímánaðar. Þær eru fljótar að visna niður í fyrsta frosti.

  • Ættkvíslin Hosta

    Brúskur eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Hosta í spergilsætt (Asparagaceae).  Þær eru fyrst og fremst ræktaðar vegna lauffegurðar, en þær bera líka falleg blóm sem eru annaðhvort hvít eða lillablá. Hér á landi er blómgum mjög misjöfn, sumar sortir blómstra nokkuð árvisst á meðan aðrar blómstra ekki.  Brúskur eru skuggþolnar, en kunna best við sig í skugga part úr degi. Jarðvegurinn þarf að vera vel framræstur þannig að vatn renni vel frá rótarhálsinum, en hann getur rotnað yfir vetrarmánuðina ef vatn safnast að honum. Sé frárennsli nægilegt eru þær mjög harðgerðar. Moldin þarf að vera létt og lífefnarík, svo góður slatti af búfjáráburði eða moltu er leiðin að hamingjusömum, bústnum brúskum.

Tengdar vörur