top of page
Impatiens glandulifera
  • Impatiens glandulifera

    Risalísa

     

    Mjög hávaxin, einær planta sem blómstrar bleikum blómum fram á haust og þroskar mikið fræ. Óvíst hvort hún getur haldið sér við með sjálfsáningu. Getur orðið allt að 2 m á hæð og mikil um sig. Stórglæsileg planta sem garðhumlurnar elska.

     

    Fræi sáð að hausti og geymt úti fram á vor. Fræ tekið inn að vori fyrir spírun, tímasetning fer eftir ræktunaraðstöðu. Ef gróðurhús er til staðar er passlegt að taka boxið inn í lok febrúar-mars. Séu plönturnar forræktaðar í gróðurhúsi geta þær byrjað að blómstra í byrjun júní og halda áfram allt sumarið. Ef fræið er tekið inn seinna og plönturnar forræktaðar inni í styttri tíma áður en þeim er plantað út, blómstra þær líklega í lok júlí-ágúst.

     

    10 fræ í pakka

     

      199krPrice
      Tax Included

      Tengdar vörur

      bottom of page