Lamium maculatum 'Litla Rún'
Dílatvítönn
'Litla Rún' er sjálfsáður blendingur af dílatvítönn og yrkinu 'Beacon Silver' með fölbleikum blómum og laufi með silfraðri rák eftir miðjunni. Það er mun kröftugra en 'Beacon Silver' og er mjög góð þekjuplanta fyrir skuggsæla staði. Harðgert og auðræktað.