Physoplexis comosa
Huldustrokkur
Huldustrokkur er steinhæðaplanta sem blómstrar mjög sérkennilegum lillabláum blómum. Þarf sólríkan vaxtarstað og sendinn, vel framræstan jarðveg.
Fræ frá Jelitto.
Sáningartími: janúar-febrúar. Fræ rétt hulið, kælt í 4-6 vikur og síðan haft í gróðurhúsi eða úti þegar fer að hlýna að vori. Spírar best við 5-12°C.
20 fræ í pakka