top of page
Light pink flowers of Astilbe 'Spotlight'

Astilbe chinensis 'Spotlight'

Kínablóm

 

'Spotlight' er yrki af kínablómi með fölbleikum blómum og dökkgrænu laufi sem er bronslitað í fyrstu. Blómstönglarnir eru rauðbrúnir. Það verður um 45 cm á hæð.

Óreynt yrki, en kínablóm hafa almennt þrifist vel hér á landi.

 

1 stk. í 11x11 cm potti.

 

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Musterisblóm (Astilbe) eru ræktuð sem skuggaplöntur í heitara loftslagi, en hér á landi þurfa þau sól a.m.k. hálfan daginn. Þau þrífast best í vel framræstum, lífefnaríkum, jafnrökum jarðvegi. Blómgun í ágúst - september. Þurfa ekki stuðning. Frábærar garðplöntur, sem þurfa litla umhirðu.

  • Musterisblómaættkvíslin - Astilbe

    Musterisblóm eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Astilbe í steinbrjótsætt (Saxifragaceae).  Þau blómstra síðsumars og fram eftir hausti og setja mikinn svip á garðinn á þeim árstíma. Blómstönglarnir eru sterkir og þurfa ekki stuðning. Þeir standa frameftir vetri  Musterisblóm þrífast best í sól eða skugga part úr degi í frjóum, vel framræstum jarðvegi. 

1.200kr Regular Price
1.000krSale Price
Tax Included
Only 4 left in stock

Tengdar vörur