Geranium sanguineum 'Elke'
Blóðgresi
'Elke' er afbrigði af blóðgresi með skærbleikum blómum með ljósri miðju og ljósum jöðrum.
Þarf sólríkan vaxtarstað og vel framræstan jarðveg.
1 stk. í 11x11 cm potti.
Blágresisættkvíslin - Geranium
Blágresi eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Geranium í blágresisætt (Geraniaceae). Þetta er stór og fjölskrúðug ættkvísl sem inniheldur bæði lágvaxnar steinhæðaplöntur sem þurfa sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi og hávaxnar plöntur sem geta þrifist í sól eða skugga.