top of page
Paeonia lactiflora 'Madrid' with single, white flowers with a cream center.

Paeonia lactiflora 'Madrid'

kr1,600Price
VAT Included

Silkibóndarós

 

'Madrid' er silkibóndarósayrki sem er sérstaklega ætlað til ræktunar í blómakerjum, þó það geti að sjálfsögðu líka vaxið úti í beði. Það verður ekki nema 50-60 cm á hæð og blómstrar einföldum, hvítum blómum með kremgulri miðju. Það er snemmblómstrandi og sagt mjög blómviljugt.

Óreynt yrki, en bóndarósir eru almennt harðgerðar hér á landi þó blómgun geti verið misjöfn.

 

1 stk. í 3 lítra rósapotti.

Out of Stock
  • Ræktunarleiðbeiningar

    Bóndarósir (Paeonia) þurfa sólríkan, skjólgóðan stað til að þrífast vel. Þær þurfa frjóan, lífefnaríkan, vel framræstan jarðveg sem er hæfilega rakur. Þær vilja helst fá að standa óhreifðar þar sem þeim hefur verið plantað, svo það er æskilegt að velja staðsetninguna vel. Það þýðir þó ekki að það sé ómögulegt að flytja þær úr stað, en að getur haft áhrif á blómgun í einhvern tíma á eftir. Mikilvægt er að gróðursetja þær ekki of djúpt því þá blómstra þær síður.

  • Bóndarósaættkvíslin - Paeonia

    Bóndarósir eru fjölærar plöntur (ekki rósir!) sem eru ágætlega harðgerðar, en til þess að þær blómstri þurfa þær góð vaxtarskilyrði. Þær þurfa frekar sólríkan stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi í þokkalega góðu skjóli. Ef bóndarósir blómstra ekki er ástæðan yfirleitt sú að þeim hefur verið plantað of djúpt, eða þær fá ekki næga sól. Þeim er líka illa vil að það sé hróflað við þeim og geta tekið nokkur ár í að jafna sig, séu þær færðar úr stað.

Related Products