Rodgersia aesculifolia v. henrici
Kastaníulauf
Kastaníulauf er fjölær planta með stórgerðu laufi sem er bronslitað í fyrstu, en verður svo grænt þegar líður á sumarið. Það blómstrar í júlí, kremhvítum blómum, en afbrigðið var. henrici blómstrar bleikum blómum. Þrífst hvort heldur sem er í sól eða skugga í frjóum jarðvegi. Verður um 40-60 cm á hæð.
Sáningartími: janúar - febrúar. Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
10 fræ í pakka