top of page
Sykurbaunir (Mangetout) 'Sweet Horizon'

Sykurbaunir (Mangetout) 'Sweet Horizon'

'Sweet Horizon' er yrki af sykurbaunum með sætum, ætum belgjum. Sagt gefa mikla uppskeru. Óreynt hér.

 

Sáð beint út í júní eða sáð í maí og forræktað í pottum inni. Ef þær eru forræktaðar í pottum er passlegt að sá 5 stk. í 2 l pott og gróðursetja svo í heilu lagi út, því baunir þola illa prikklun. Einnig hægt að rækta áfram í stærri potti. Mikilvægt er að halda moldinni rakri fram að spírun. Gott er að breiða akrýldúk yfir beðið á meðan plönturnar eru að ná sér á strik. Hægt að gróðursetja við klifurgrind eða útbúa pýramída úr bambusprikum til stuðnings. Með því að dreifa sáningu yfir 2-3 vikur fæst lengri uppskerutími.

 

30 fræ í pakka

    kr199Price
    VAT Included
    Out of Stock

    Related Products

    bottom of page