Tanacetum parthenium 'Golden Moss'
Glitbrá
Planta ræktuð fyrst og fremst vegna blaðfegurðar og er notuð til uppfyllingar í blómabeð og ker.
'Golden Moss' er afbrigði með fínskiptum, gulgrænum laufblöðum. Blómstrar hvítum blómum seint í ágúst og fram í september. Hæð 20 cm.
Sáningartími: febrúar. Fræ rétt hulið með fíngerðum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 1-2 vikur. Fjölær planta sem getur lifað milda vetur af með vetrarskýlingu.
30 fræ í pakka