Tropaeolum 'Bloody Mary'
Skjaldflétta
Skjaldflétta er klifurplanta sem getur vaxið upp eftir klifurgrindum og snúrum. Hún hentar líka vel í hengipotta. Lágvaxin afbrigði henta vel í blómaker.
'Bloody Mary' er lágvaxið afbrigði sem blómstrar ljósgulum blómum með vínrauðum blettum. Blómin eru misjafnlega mikið rauðmenguð á milli plantna þannig að þau geta verið nánast alveg gul yfir í nánast vínrauðan. Um 30 cm á hæð.
Sáð í mars. Fræ hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
10 fræ í pakka.