Alchemilla erythropoda - perlumaríustakkur
Perlumaríustakkur
Maríustakkstegund með blágrænu laufi sem verður um 20 cm á hæð. Blómin eru gulgræn og roðna með aldrinum. Tegund sem er á lista yfir álitlegar tegundir hjá Yndisgörðum.
Gold Nugget fræ frá Jelitto sem þarf ekki kaldörvun.
Sáningartími: febrúar. Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Dreifplantað þegar fræplöntur hafa náð meðfærilegri stærð.
20 fræ í pakka