top of page
Anemone coronaria 'Sylphide' - maríusnotra

Anemone coronaria 'Sylphide' - maríusnotra

Maríusnotra (Anemone coronaria) de Caen

 

'Sylphide' er sort af maríusnotru sem blómstrar einföldum, rósbleikum blómum.

 

10 stk. í pakka

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Animónur, eða maríusnotrur, þrífast vel í sól eða hálfskugga í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Þær er hægt að forrækta í pottum, eða planta beint út í maí. Ef þær eru forræktaðar inni þarf að gæta þess að hafa þær ekki í of miklum hita, gróðurhús eða gróðurreitur myndi henta best.  Mörgum finnst erfitt að átta sig á því hvernig hnýðin eiga að snúa. Það getur hjálpað að leggja þau í bleyti í nokkrar klukkustundir, en ef í vafa, er einfaldasta leiðin einfaldlega að snúa þeim upp á rönd.

    ​Maríusnotrurnar ná yfirleitt bara að blómstra fyrsta árið eftir gróðursetningu. Hnýðin lifa veturinn af og senda upp ræfilslegt lauf og jafnvel stöku blóm næstu sumur á eftir, en þær verða aldrei eins fallegar og fyrsta sumarið.

690krPrice
Tax Included
Quantity
Only 3 left in stock

Tengdar vörur

bottom of page