Godetia 'Dwarf Satin Mixed'
Meyjablómi
Meyjablómi er sumarblóm sem hentar vel í ker og út í beð. 'Dwarf Satin Mix' er lágvaxið, þéttvaxið afbrigði í blönduðum litum, m.a. bleikum, rauðum, lillabláum, hvítum, laxableikum og tvílitum blómum. 17-20 cm á hæð.
Besta sort af meyjablóma sem ég hef prófað, mjög þétt, greinist vel og byrjar að blómstra snemma.
Sáð í febrúar. Fræ rétt hulið með þurrum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Hitastig ætti ekki að fara yfir 25°C á uppeldistímanum. Blómgun um 4 mánuðum frá sáningu.
20 fræ í pakka