Persicaria orientalis 'Shiro-Gane-Nishi'
Hávaxin, einær planta sem blómstrar bleikum blómum í drúpandi blómskúfum.
'Shiro-Gane-Nishi' er sort með hvítflikróttu laufi sem blómstrar ljósbleikum blómum. Allt að 2 m á hæð. Óreynd.
Fræ frá Chiltern Seeds.
Sáð fyrir áramót. Fræ þarf a.m.k. 30 daga kaldörvun (hitastig < 4°C) , utandyra eða í gróðurhúsi er best. Pottur tekinn inn um mánaðarmót janúar-febrúar og haft við stofuhita fram að spírun.
10 fræ í pakka