top of page
Túlipani 'Bleu Aimable'

Túlipani 'Bleu Aimable'

Túlipani (Single Late)

 

'Bleu Aimable' er einfaldur, síðblómstrandi túlipani sem blómstrar fjólubláum blómum.

 

Áætlað verð er 8 stk á 1000 kr. eða 50 stk á 6000 kr.

 

Hægt er að forpanta 8 skt pakka með því að greiða tilgreint staðfestingargjald. Reikningur fyrir eftirstöðvum verður svo sendur út fyrir afhendingu í september.

 

ATH. 50 stk pakka þarf að sérpanta með því að senda tölvupóst á gardaflora@gardaflora.is

  • Ræktunarleiðbeiningar

    Túlipanar blómstra yfirleitt bara vel fyrsta vorið eftir að þeir eru gróðursettir. Þó eru nokkrar undantekningar þar á, en það eru helst Darwin-blendingar (Darwin Hybrids) og nokkrar villitúlipana-tegundir sem eru fjölærar hér.  Ef laukarnir eru gróðursettir beint út í beð er hæfileg dýpt þreföld hæð lauksins, þ.e. moldarlagið yfir lauknum samsvarar tvöfaldri hæð hans.

    Það er hentugt að rækta túlipana í pottum því þá er hægt að kippa pottunum upp eftir blómgun. Þá eru engar restar af smágerðu laufi að koma upp ár eftir ár án þess að blómstra. Laukarnir eru þá gróðursettir að hausti í góða, næringarríka pottamold, 5 laukar í 2-3 l potta. Pottarnir eru svo geymdir á skýldum stað, pakkaðir í akrýldúk fram á vor. Þegar laukarnir byrja að kíkja upp er akrýldúkurinn tekinn af, annars fara þeir of fljótt af stað og geta skemmst í síðbúnum frostum. Þegar þeir byrja að blómstra er auðveldara að finna þeim góðan stað úti í beði inn á milli fjölæringa og raða saman litum sem passa saman. Síðan þegar blómgun er lokið er pottunum kippt upp. Ef ætlunin er að reyna að fá þá til að blómstra aftur, er pottunum komið fyrir á frekar sólríkum stað, smá áburði dreift í moldina og moldinni haldið rakri þar til laufið visnar. Þá eru pottarnir fluttir á stað sem ekki rignir ofan í þá þannig að moldin þorni og geymdir þar fram á haust. Að hausti eru laukarnir teknir upp, og gróðursettir í ferska mold og geymdir aftur yfir veturinn eins og áður.

PriceFrom kr500
VAT Included
Out of Stock

Related Products