Viola F1 'Sorbet White'
Fjólur
Fjólur eru sumarblóm sem henta vel í ker og út í beð. Sorbet serían einkennist af þéttum, veðurþolnum plöntum með nokkuð stórum blómum á fjólu mælikvarða. 'Sorbet White' er afbrigði sem blómstrar hvítum blómum.
Fræ frá Moles Seeds.
Sáð í janúar. Fræ rétt hulið með þurrum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 7-10 daga við 18-20°C. Blómgun um 3 mánuðum eftir sáningu.
20 fræ í pakka