top of page

Profile

Join date: 17. des. 2017

About

551 likes received
632 comments received
0 best answers

Ég er lyfjafræðingur að mennt en hef haft brennandi garðyrkjuáhuga frá unga aldri.  Ég hef verið félagi í Garðyrkjufélagi Íslands síðan ég eignaðist minn fyrsta garð 1996.  Á þeim tíma hef ég safnað fjölda fjölæringa sem ég hef að miklu leiti ræktað upp af fræi, ásamt rósum, skrautrunnum og trjám.  Það er óhætt að segja að ég sé haldin plöntusöfnunaráráttu á háu stigi og hef mikinn áhuga á að prófa nýjar tegundir.   Ég hef því tilfinnanlega fundið fyrir skorti á upplýsingum um hvað hefur verið reynt hér og með hvaða árangri og varð það kveikjan að þessari vefsíðu.  Mér þykir líklegt að allt sem ég hef prófað hafi fleiri reynt líka í sínu garðshorni með óþekktum árangri og er það von mín að með þessari síðu geti slík tilraunaræktun orðið markvissari og skilað aukinni þekkingu til annarra garðræktenda.

Árið 2013 flutti ég og tók stóran hluta af pöntusafninu með mér. Sumt var ekki hægt að flytja, annað drapst í flutningnum, en stór hluti hefur fengið stað í nýja garðinum, sem er enn í vinnslu. 

Rannveig

Admin
More actions
bottom of page