top of page

 

Rósir má flokka eftir vaxtarlagi annarsvegar (runnar, beðrósir, klifurrósir, þekjurósir o.s.frv.) og eftir uppruna.  Flokkun eftir uppruna er ekki nákvæm vísindi og getur verið nokkuð á reiki.  Gróflega má skipta þeim í 3 flokka: Villirósir, antíkrósir og nútímarósir sem skiptast svo í fjölda undirflokka. 

Villirósir
 

Villirósir eru eins og nafnið bendir til villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar.  Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar.  Þessar rósir eru formæður allra garðrósa. Helstu villirósategundir sem eru í ræktun hér á landi eru þyrnirós (Rosa pimpinellifolia), ígulrós ( Rosa rugosa), fjallarós (Rosa pendulina), meyjarós (Rosa moyesii) og hjónarós (Rosa sweginzowii).   Þyrnirós og glitrós (Rosa dumalis) vaxa villtar á Íslandi og eru alfriðaðar.  Hvorug er góð garðplanta.

Antíkrósir
 

Antíkrósir eru þær rósir sem eru upprunnar fyrir aldamótin 1900.  Þessi mörk eru þó ekki skýr og misjafnt hvar menn vilja draga línuna, það getur verið frá síðari hluta 19. aldar til miðrar 20. aldar.  Þær eru flestar einblómstrandi a.m.k. þær sem þrífast hér á landi og flestar í hvítum og bleikum litum. Elstu ræktuðu rósirnar eru kínarósir sem eru upprunnar í Kína fyrir um 1000 árum síðan.  Þær bárust til Evrópu um 1750.  Terósir eru líka uprunnar í Kína og bárust til Evrópu snemma á 19. öld.   Báðir þessir flokkar rósa eru viðkvæmir og ekki í ræktun hér á landi.  Noisette rósir eru komnar af blendingi af  moskusrós (R. moschata) og kínarós.  Þær eru klifurrósir með stórum klösum af litlum blómum.  Þær eru líklegast ekki nógu harðgerðar fyrir íslenskar aðstæður. Elstu Evrópsku rósayrkin hafa verið rakin aftur til 1400. 

Nútmarósir
 

Oftast er upphaf nútímarósa miðað við  fyrsta terósarblendinginn sem talið er að hafi litið dagsins ljós árið 1867.

Rósir flokkaðar eftir lit

Rósir flokkaðar eftir vaxtarlagi

bottom of page