SUMARBLÓM

Antirrhinum - Ljónsmunnar
 Antirrhinum - Ljónsmunnar
 

Antirrhinum, ljónsmunnar, er ættkvísl sem áður tilheyrði grímublómaætt, Scrophulariaceae, en hefu nú verið flutt í græðisúruætt, Plantaginaceae. Þetta eru fjölærar plöntur í heimkynnum sínum í S-Evrópu, N-Afríku og N-Ameríku, þar sem þær vaxa í sólbökuðum, grýttum jarðvegi. Á norðlægari slóðum er fjöldi yrkja af ljónsmunna ræktuð sem sumarblóm.

Calendula - Morgunfrúr
Calendula - Morgunfrúr, gullfíflar
 

Calendula, Morgunfrúr, er ættkvísl um 15-20 einærra og fjölærra plantna í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í SV-Asíu og á Miðjarðarhafssvæðinu. Þær hafa verið nýttar sem lækninga- og kryddjurtir.

​​

Chrysanthemum - Prestafíflar(I)
Chrysanthemum - Prestafíflar (I)
 

Chrysanthemum, prestafíflar, er ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, sem tekið hefur miklum breytingum á undanförnum árum og hefur verið skipt niður í fjölda ættkvísla. Ismelia er ein þeirra, en eina tegund þeirrar ættkvíslar er friggjarbrá sem áður tilheyrði Chrysanthemum ættkvíslinni.

​​​​

  • Chrysanthemum carinatum (nú Ismelia carinata)- friggjarbrá

Convolvulus - Vafklukkur
Convolvulus - Vafklukkur

Convolvulus, vafklukkur, er stór ættkvísl 200-250 tegunda í vafklukkuætt, Convolvulaceae, með útbreiðslusvæði um allan heim. Þetta eru einærar eða fjölærar vafningsplöntu.

​​​​

Cosmos - Brúðarstjörnur
Cosmos - Brúðarstjörnur

Cosmos, brúðarstjörnur, er ættkvísl um 36 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem eiga heimkynni í N-Ameríku, flestar í Mexíkó. Nokkrar eru ræktaðar sem sumarblóm.

​​​​​​​

Crepis - Skeggfíflar
Crepis - Skeggfíflar

Crepis, skeggfíflar, er ættkvísl um 200 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með útbreiðslu víða um norðurhvelið. Ein tegund er ræktuð sem sumarblóm.

​​​​​​​​​

Cynoglossum - Hundtungur