top of page
anemone-st-brigid-the-admiral.jpg

ANIMÓNUR

Animónur eða maríusnotrur þrífast vel í sól eða hálfskugga í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Þær er hægt að forrækta í pottum, eða planta beint út í maí. Ef þær eru forræktaðar þarf að gæta þess að hafa þær ekki í of miklum hita, gróðurhús eða gróðurreitur myndi henta best. 

Maríusnotrurnar ná yfirleitt bara að blómstra fyrsta árið eftir gróðursetningu. Hnýðin lifa veturinn af og senda upp ræfilslegt lauf og jafnvel stöku blóm næstu sumur á eftir, en þær verða aldrei eins fallegar og fyrsta sumarið.

bottom of page