top of page
hosta-wide-brim (2).JPG

BRÚSKUR

Hosta

AEnB2UosNIHNWVBmyFgX1QrDfHRcKjucK1yZi98M2U3UiQtbvWUNt4ZdoyWjgrHbfZTEewPzWyn75g55mGsGwjZRmk

Brúskur eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Hosta í spergilsætt (Asparagaceae).  Þær eru fyrst og fremst ræktaðar vegna lauffegurðar, en þær bera líka falleg blóm sem eru annaðhvort hvít eða lillablá. Hér á landi er blómgum mjög misjöfn, sumar sortir blómstra nokkuð árvisst á meðan aðrar blómstra ekki.  Brúskur eru skuggþolnar, en kunna best við sig í skugga part úr degi. Jarðvegurinn þarf að vera vel framræstur þannig að vatn renni vel frá rótarhálsinum, en hann getur rotnað yfir vetrarmánuðina ef vatn safnast að honum. Sé frárennsli nægilegt eru þær mjög harðgerðar. Moldin þarf að vera létt og lífefnarík, svo góður slatti af búfjáráburði eða moltu er leiðin að hamingjusömum, bústnum brúskum.

bottom of page