top of page
Hverarós. rós AmblyotisKG.jpg
Hverarós

Hverarós er harðgerð runnarós frá Kamsjatka í Rússlandi með einföldum bleikum blómum og grófgerðu laufi sem minnir svolítið á ígulrósir.

Labradorrós Rósa blanda Tarja Halonenedi
Labradorrós
 

Labradorrós er runnarós sem vex villt í N-Ameríku og er nánast þyrnalaus. Hún blómstrar einföldum, ljós bleikum blómum og skærgrænu, grófgerðu laufi. 

20110721_331edit.jpeg
Davíðsrós
 

Davíðsrós vex villt í Mið- og V-Kína og SA-Tíbet í 1600 - 3000 m hæð. Henni svipar mjög til meyjarósar og hjónarósar, en verður ekki alveg eins hávaxin og er öll heldur nettari í vaxtarlagi.

20090714_004edit.jpg
Gullrós
 

Gullrós er frekar fíngerð runnarós sem vex villt við rætur Kákasusfjalla í Georgíu. Hún blómstrar gullgulum, einföldum blómum og dökkgrænu laufi. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, sendnum jarðvegi.