Rannveig

datetime-to-read.short-label

Dalíur - gróðursetning

Dalíur eru forkunnafagrar með stórum litskrúðugum blómum. Íslenskt veðurfar hentar þeim afskaplega illa, því þær þurfa sól og hita til að blómstra vel og hvorki blómstönglar né lauf eru vindþolin. Þær verða því fallegastar í gróðurskálum eða gróðurhúsum þar sem næg sól skín.

Dalíuhnýði eru gróðursett þannig að rótarhálsinn standi aðeins upp úr moldinni. Pottinum er svo komið fyrir á björtum stað. Norðurgluggi hentar best því það er ekki gott fyrir plönturnar að fá of sterka sól á meðan þær eru að byrja að vaxa. Þegar búið er að gróðursetja hnýðin er vökvað létt yfir þannig að moldin sé rök, en hún má alls ekki vera of blaut. Síðan er vökvað sparlega, bara rétt til að halda smá raka í moldinni þar til nývöxtur kemur í ljós. Þegar dalíurnar er komnar í fullan vöxt þurfa þær töluverða vökvun og laufið fljótt að slappast ef moldin er orðin of þurr.

Pottastærðin fer eftir stærð hnýðisins, 2-5 l pottar eru yfirleitt hæfilegir.

Dalíuhnýðin í nærmynd

Það eru kannski ekki margir sem vita að forðaræturnar á dalíum eru ætar. Þær voru og eru enn, nýttar til matar í heimalandinu Mexíkó þar sem nokkrar tegundir eru ræktaðar sérstaklega til matar. Ég hef ekki smakkað, en skilst að það geti verið verulegur bragðmunur á milli yrkja, sum mjög bragðgóð og önnur alls ekki góð. Þar sem dalíur vaxa hægt hér í okkar köldu sumrum, mæli ég alls ekki með að klippa af heilar forðarætur, en ef þær brotna af, þá má vel prófa að smakka á þeim. Það þarf að skræla hýðið af og svo eru þær soðnar eins og kartöflur þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.

Hvað ef hnýði losnar í sundur?

Það eru ýmsar aðferðir til að geyma dalíuhnýði yfir vetrarmánuðina. Mér finnst þægilegast að geyma hnýðin í pottunum sem þær vaxa í og hef ég geymt þá úti í frostlausu gróðurhúsi yfir vetrarmánuðina. Það virkar betur að taka pottana inn í febrúar-mars og byrja að vökva í byrjun mars, frekar en að bíða eftir að þær vakni úti í gróðurhúsi. Þá eru meiri líkur á að þær nái að blómstra fyrir haustið.

Dalía að vakna til lífsins úti í gróðurhúsi í lok mars eftir vetursetu þar úti óhreifð í sínum potti

Dalíur í forræktun inni í mars, óhreyfðar í þeim pottum sem þeim var plantað í í fyrra.

    1900
    1