Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Haustliljur (Colchicum)

Blóm haustlilju minna svolítið á stóra krókusa. Laufið vex upp á vorin, laufblöðin eru breið og gljáandi og mynda töluvert mikinn brúsk sem visnar upp úr miðju sumri og hverfur alveg. Blómin vaxa svo upp í september - október.

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga við val á staðsetningu:

  • það er kostur að sól nái að skína á blómin þegar þau koma upp að hausti, en þó ekki nauðsynlegt

  • þar sem blómin koma upp mjög seint í september eða í október, er æskilegt að þau sjáist frá húsinu

  • það er mikilvægt að plönturnar sem vaxa næst hausliljunni nái að hylja auða blettinn sem myndast þegar laufið visnar niður, en mega þó ekki vera svo stórvaxnar að ekki sjáist í blómin þegar þau birtast að hausti.

Haustliljur eru harðgerðar og fjölga sér með tímanum þannig að 1-2 laukar geta myndað stæðilegan brúsk á nokkrum árum.

Eiturhaustlilja 'Waterlily', minni mynd - laufbrúskur í júní

    70
    0