Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Snotrur (Anemone)

Þær snotrur sem ræktaðar eru sem vorlaukar eru yfirleitt af tegundinni maríusnotru, Anemone coronaria.

Best er að leggja hnýðin í bleyti áður en þau eru gróðursett, bæði til að bleyta upp í þeim þannig að þau spíri fyrr og líka til að það sé auðveldara að átta sig á því hvor hliðin eigi að snúa upp. Ef í vafa er hægt að gróðursetja þau upp á rönd (þau eru flöt) þannig að stilkarnir eigi greiðari leið upp úr moldinni, heldur en ef þau eru gróðursett á hvolfi. Stilkarnir virðast þó alltaf finna leiðina upp hvernig sem hnýðið snýr.

Maríusnotrur vaxa betur ef hitastigið er ekki mjög hátt á meðan þær eru að koma upp. Það gefst því vel að forrækta þær í reit eða gróðurhúsi ef slík aðstaða er til staðar. Það er þó ekkert vonlaust að rækta þær inni í gluggakistu, en þá er æskilegt að lækka í ofninum og jafnvel lofta út til að halda hitastiginu lægra. Hnýðin þola frost og það er hægt að planta þeim beint út, en þá blómstra þær síðar heldur en ef þær eru forræktaðar. Þær geta lifað veturinn úti, en blómgun er yfirleitt lítil eða engin, eins og hjá mörgum túlipanasortum.

Þær þrífast best í lífefnaríkum jarðvegi. Þegar hnýðin eru gróðursett ætti að vökva vel, en siðan ætti moldin að fá að þorna næstum áður en vökvað er aftur. Ef vökvað er of mikið geta hnýðin rotnað.

    110
    0