'Officinalis'
sh. Apothecary's Rose, Red Rose of Lancaster, Old Red Damask, Rosa glauca var. officinalis
Apótekararós
Gallica rósir
Origin
óþekktur, fyrir 1160
Height
50 - 100 cm
Flower color
rauðbleikur
Flower arrangement
hálffyllt
Flowering
einblómstrandi, júlí - ágúst
Fragrance
sterkur
The age
-
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
frjór, lífefnaríkur, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
þarf skjólsælan stað, RHF3
Gallica rósir eru blendingar Rosa gallica sem vex villt í S-Evrópu. Þær mynda þétta runna, með frekar grófu, fagurgrænu laufi. Blómin geta verið einföld eða mikið fyllt og litaskalinn er frá hvítum yfir í dökkrauða og fjólubláa liti. Sortir með einföldum blómum eru margar harðgerðari en þær sem eru með fylltum blómum. Þær þurfa allar gott skjól.
Skáldarósir eru blendingar af gallica rósum sem kenndar hafa verið við Rosa x francofurtana, en hún er blendingur Rosa gallica og Rosa cinnamomea. Það sem greinir þær frá öðrum gallica rósum er að þær eru heldur hávaxnari með grófgerðara laufi og margar heldur harðgerðari.
Foreign hardness scales:
USDA zone: 3b
Skandínavíski kvarði: H7
Mjög gömul gallica rós með hálffylltum, rauðbleikum blómum. Eins og flestar aðrar antíkrósir blómstrar hún á eldri greinar, svo snyrting ætti að takmarkast við að klippa kal í burtu.
Apótekaraheitið vísar til þess að þurrkuð krónublöð þessarar rósar, sem halda ilminum vel eftir þurrkun, voru notuð af apótekurum í Provins í Frakklandi í ýmiskonar framleiðslu, tinktúrur, rósavatn, síróp og fleira og varð Provins fræg fyrir þessa framleiðslu.
"Harðgerð, fremur lágvaxin rós 1 m á hæð. Ilmar vel, blómstrar í júlí. H.2.Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009