top of page
To see this working, head to your live site.
Garðaflóruspjallið
Hér höfum við tækifæri til þess að hittast og spjalla um okkar uppáhaldsáhugamál.
Spurt og svarað um fræðsluefnið sem er aðgengilegt fyrir áskrifendur í Ræktunargleði Garðaflóru
Hér geta allir skráðir meðlimir auglýst plöntur til skipta/sölu eða óskað eftir plöntum.
Nákvæmar leiðbeiningar um ræktun allra frætegunda sem fást til sölu hjá Garðaflóru, ásamt vorlaukum, haustlaukum o.fl.
Átt þú fallega plöntu í garðinum þínum en veist ekki hvað hún heitir? Settu inn mynd og kannski mun einhver geta greint hvað hún heitir.
New Posts
- Tré og Runnar'Winter Beauty' er afbrigði af dreyrahyrni með litríkum greinum sem eru gulleitar neðst og roðna eftir því sem ofar dregur. Hann varð skammlífur hjá mér og drapst á 1-2 vetrum. Þarf líklega mjög sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað til að eiga möguleika á að lifa hér. Hefur einhver reynslu af þessu yrki?Like
- Tré og Runnar'Sibirica' er afbrigði af mjallarhyrni með hárauðum greinum sem mikil prýði er af yfir vetrarmánuðina. Hann kelur yfirleitt nokkuð og þarf því skjólgóðan vaxtarstað til að halda kali í lágmarki. Hann þarf líka sólríkan vaxtarstað til að ná að blómstra sínum hvítu blómum. Hann vex hægt og eftir því hversu mikið hann kelur getur verið breytilegt hvort hann hækki eða lækki á milli ára. Hann getur fengið fallega haustliti í mildum haustum sem geta verið frá gylltu yfir í rautt. Hefur einhver reynslu af þessu afbrigði af mjallarhyrni?Like
- Tré og Runnar'Elegantissima' er afbrigði af mjallarhyrni með rauðbrúnum greinum og grágrænu laufi með hvítum jöðrum. Hann fær gyllta haustliti, en skiptir seint um lit, svo hann frýs oftast á meðan laufið er enn grænt. Blómin eru hvít, en hann blómstrar sjaldnast, svo hans aðalsmerki er fagurt laufið. Hann þrífst vel í þokkalega góðu skjóli. Hafið þið reynslu af þessum fallega runna?Like
bottom of page