Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima) 'Mary Queen of Scots' er þyrnirósarblendingur af óþekktum uppruna. Hún er talin til Rosa x reversa blendinga, en Rosa x reversa er náttúrulegur blendingur þyrnirósar ( Rosa pimpinellifolia ) og fjallarósar ( Rosa pendulina ). Hún blómstrar einföldum, fölbleikum blómum sem eru dekkri í miðju. Þetta er harðgerð runnarós sem þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, sendnum jarðvegi.
0