top of page

Garðaflóran

Umfjöllun um garðplöntur á Íslandi

Hosta foliage

 

Eitt af markmiðum Garðaflóru er að auka þekkingu og áhuga á garðrækt með því að safna saman upplýsingum um garðplöntur í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt.

Á vefsíðunni er nú þegar komið mikið safn upplýsinga um garðplöntur en það eru takmörk fyrir því hvað ein manneskja getur ræktað margar tegundir plantna í einkagarði. Ef fleiri hjálpast að getum við saman skapað upplýsingabanka sem getur nýst öllum þeim sem hafa áhuga á að rækta garðinn sinn og auka tegundafjöldann í íslenskri garðaflóru.

 

 

Ertu með?

Leaves Shadow

 

Á hverri plöntusíðu er hnappur með tengli yfir á garðaspjallið þar sem hægt er að setja inn myndir og deila reynslu af ræktun þeirrar plöntu sem fjallað er um á þeirri síðu.

Einnig er hægt að skrá inn upplýsingar fyrir nýjar plöntur sem ekki er fjallað um á síðunni með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

Leaves Shadow

ATH. !!!

Þessi hluti vefsíðunnar er upplýsingasíða. 

Eingöngu þær plöntur sem er að finna undir Verslun eru til sölu hjá Garðaflóru.


Plöntum er raðað í stafrófsröð eftir latnesku heiti. 
Það er gert af praktískum ástæðum þannig að plöntur í sömu ættkvísl raðist saman,

t.d. bláklukkur eða blágresistegundir.  
 
Efst á síðunni er leitargluggi þar sem hægt er að leita eftir íslensku eða latnesku heiti.
Það er líka hægt að slá inn hvaða leitarorð sem er
t.d. blómlit (et.kk), hæð (et. kvk.) o.s.frv.

peach colored rose

Plöntuflokkarnir sem fjallað er um á síðunni:

bottom of page