
HAUSTLAUKAR


Camassia - Indíánaliljur
Indíánaliljur, Camassia, er ættkvísl fjögurra tegunda laukplantna í aspasætt, Asperigaceae, sem allar eiga heimkynni í vestanverðri N-Ameríku. Laukar ætililju, Camassia quamash, voru mikilvæg fæða frumbyggja og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því.

Chionodoxa - Snæstjörnur
Snæstjörnur, Chionodoxa, er ættkvísl 6 tegunda laukplantna af aspasætt, Asparagaceae, með heimkynni í fjalllendi við austanvert Miðjarðarhaf.

Colchicum - Eiturlijur
Eiturliljur, Colchicum, er ættkvísl í eiturliljuætt, Colchicaceae, sem inniheldur um 160 tegundir fjölærra hnýðisplantna sem eiga heimkynni um vestanverða Asíu, Evrópu og suður eftir austurströnd Afríku. Eins og nafn ættkvíslarinnar ber með sér eru þær eitraðar, en plöntur ættkvíslarinnar innihalda efnið colchicin sem hefur lyfjafræðilega virkni gegn þvagsýrugigt. Megineinkenni ættkvíslarinnar er að blómfrævan er neðanjarðar og vaxa blómin upp á undan laufblöðunum, oft síðsumars eða að hausti, en laufblöðin að vori.
-
Colchicum speciosum - haustlilja (eiturlilja)

Fritillaria - Keisaraliljur
Keisaraliljur, Fritillaria, er ættkvísl um 120 laukplantna sem tilheyra liljuætt, Liliaceae. Ættkvíslin hefur stórt útbreiðslusvæði um norðurhvel jarðar.

Galanthus - Vetrargosar
Vetrargosar, Galanthus, er ættkvísl um 20 tegunda laukplantna í páskaliljuætt, Amaryllidaceae, með heimkynni í Evrópu og Mið-Austurlöndum.



Gladiolus - Jómfrúrliljur
Jómfrúrliljur, Gladiolus, er ættkvísl um 150 tegunda af sverðliljuætt, Iridaceae. Flestar tegundanna eiga heimkynni í S-Afríku, en nokkrar tegundir vaxa í S-Evrópu og Asíu. Flestar jómfrúrlijur sem ræktaðar eru í görðum eru kynblendingar, sem ræktaðir eru sem vorlaukar hérlendis, þ.e. hnýði eru gróðursett að vori og forræktuð inni. Þó eru nokkrar tegundir góðar garðplöntur og a.m.k. ein þeirra, stelpulilja, er fjölær hér.

Hyacinthoides - Klukkuliljur
Hyacinthoides er ættkvísl 11 tegunda í aspasætt, Asparagaceae, sem allar eiga heimkynni við botn MIðjarðarhafs að einni undanskilinni, lotklukkulilju, sem vex víða um V-Evrópu.
-
Hyacinthoides hispanica - spánarklukkulilja
-
'Rose'
-
-
Hyacinthoides non-scripta - lotklukkulilja

Hyacinthus - Goðaliljur
Goðaliljur, Hyacinthus, er lítil ættkvísl í aspasætt, Asparagaceae. Allar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni við botn Miðjarðarhafs.
-
Hyacinthus orientalis - goðalilja

Iris - Írisir
Írisir, Iris, er stór ættkvísl í sverðliljuætt, Iridaceae, með hátt í 300 tegundir sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Ættkvíslin skiptist í plöntur sem vaxa af jarðstönglum, sem fjallað er um með fjölærum plöntum og plöntur sem vaxa upp af laukum. Laukplöntunar vaxa á þurrum svæðum eins og margir aðrir haustlaukar og blómstra að vori, en liggja svo í dvala yfir sumarið.
-
Iris histrioides - leikaraíris

Leucojum - Snæklukkur
Snæklukkur, Leucojum, er lítil ættkvísl tveggja tegunda í páskaliljuætt, Amaryllidaceae, sem báðar eiga heimkynni í Evrasíu.

Muscari - Perluliljur
Perluliljur, Muscari, er ættkvísl um 40 tegunda í aspasætt, Asparagaceae, með heimkynni í Evrasíu og N-Afríku.
-
Muscari armeniacum - demantslilja
-
'Mount Hood'
-
'Pink Sunrise'

Narcissus - Páskaliljur
Páskaliljur (hátíðaliljur), Narcissus, er ættkvísl um 50 tegunda í páskaliljuætt, Amaryllidaceae, sem á heimkynni í SV-Evrópu og N-Afríku, með mestum tegundafjölda á Íberíuskaga. Blóm páskalilja eru mjög einkennandi, með sex blómhlífarblöðum og hjákrónu sem oft er í öðrum lit. Páskaliljum er skipt í hópa eftir blómgerð og ræður stærð blóma og gerð hjákrónunnar þar mestu um. Fjöldi kynblendinga er í ræktun í görðum.

Puschkinia - Postulínslilja
Postulínsliljur, Puschkinia, er lítil ættkvísl þriggja tegunda í aspasætt, Asparagaceae. Þær vaxa villtar í Kákasusfjöllum og Mið-Austurlöndum.

Scilla - Stjörnuliljur
Snæstjörnur, Scilla, er ættkvísl um 80 tegunda í aspasætt, Asparagaceae, undirætt Scilloideae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd.
