top of page
2020-06-10 20-45-53.JPG

Garðaflóra

FYRIR PLÖNTUNÖRDANA OG ALLA HINA LÍKA

Á vefsíðu Garðaflóru má finna ýmsan fróðleik um garðrækt, mikið safn upplýsinga um garðplöntur sem ræktaðar eru á Íslandi, spjallsvæði þar sem hægt er að deila reynslu og myndum og vefverslun með garðyrkjuvörur og plöntur.

Vefsíða Garðaflóru fór í loftið árið 2009 og hefur þróast og vaxið með árunum. Vefverslun Garðaflóru opnaði í apríl 2021.

2020-06-10 20-45-53.JPG

Þjónusta

2021-06-26 21-22_3733edit.jpg

ÞJÓNUSTA GARÐASTÍLISTA

Langar þig í blómstrandi garð en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þá getur verið gagnlegt að fá aðstoð garðastílista við val á plöntum. Hægt er að fá heimsókn heim í garð til að skoða möguleikana í stöðunni, eða bóka heimsókn í garð Garðaflóru til að skoða plöntuúrvalið þar og fá hugmyndir.

2020-06-17 18-37-50.JPG

ÁSKRIFTALEIÐIR

Langar þig að kynnast fólki sem deilir áhuga þínum á garðrækt? Eða ertu að stíga þín fyrstu skref í garðrækt og langar til að læra meira?

 

Í boði eru tvær áskriftaleiðir sem veita aðgang að lokuðu spjallsvæði og ýmiskonar fræðsluefni. 

.

DSC_9913.JPG

Eins manns teymi

Rannveig Guðleifsdóttir er persónan á bakvið Garðaflóru. Lyfjafræðingur að mennt og plöntunörd og garðastílisti af guðs náð.  Hún hefur bjástrað við garðrækt í 25 ár, ræktað fjölda blómplantna, trjáa, runna og rósa og ræktað ótölulegan fjölda plantna af fræi á þeim tíma. Hún er nú langt komin með að hanna sinn þriðja garð.

2021-07-11 19-19_0024.JPG

Heimildir

AÐSENT EFNI

Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ lagði til heilmikið myndasafn af þeim rósum sem hann var með í garðinum sínum.

Guðrún Þuríður Hallgrímsdóttir, Grafarvogi, Rvk

Margrét Hauksdóttir, Reykjavík og uppsveitum Árnessýslu

Nanna S. Baldursdóttir, Grafarvogi, Rvk

Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga.

Ruth Fjelsted, Reykjavík

Steinunn Hlynsdóttir, Reykjavík

Þórunn, Reykjavík

 

Kann ég þeim bestu þakkir fyrir góðar upplýsingar og myndir.

SKRIFLEGAR HEIMILDIR

Fjölærar plöntur, sumarblóm og haustlaukar:  

  • Íslenska Garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur. 2005

Tré og runnar:

  •  Tré og runnar: Handbók ræktunarmannsins eftir Ásgeir Svanbergsson. 1989.

  • Bókaflokkurinn Við ræktum:

    • Lauftré á Íslandi eftir Auði I. Ottesen, Tryggva Marinósson og Þórarinn Benedikz 2006

    • Barrtré á Íslandi, eftir Auði I. Ottesen og Þórarinn Benedikz 2006

Rósir:

  • Passion for Roses eftir Peter Beales. 2004

  • The Royal Horticultural Society Encyclopedia of Roses eftir Charles & Brigid Quest-Ritson. 2003

bottom of page