top of page

Tré og runnar skiptast í tvær megin plöntufylkingar, befrævinga og dulfrævinga. Berfrævingar þroska fræ sem eru óvarin í könglum, en dulfrævingar bera blóm og þroska fræ hulin aldinum. Dæmi um berfrævinga eru barrtré eins og greni og fura.

Lauftré s.s. birki og reynir eru dulfrævingar. Hér verður þeim skipt í þrjá flokka, lauftré með óverulegum blómum s.s. reklum, blómstrandi lauftré og runna og blómstrandi sígræna runna.

20090514_090.jpg
Barrtré þola mörg hver meiri þurrk og kulda en lauftré því  laufblöðin, barrið, hafa lítið yfirborðsflatarmál og í sumum tilvikum eru þau vaxborin, til að koma í veg fyrir vökvatap. Þau eru í flestum tilvikum sígræn, þ.e. fella ekki barrið á veturna. Barrskógarbeltið tekur við af laufskógarbeltinu á norðurhveli og teygir sig langt norður að freðmýrum norðurheimskautsins.
IMG_2831.jpg
 
Flest lauftré fella laufið á veturnar, en þó eru til sígrænar tegundir með þykk, leðurkennd laufblöð sem haldast græn allan veturinn. 

Lauftré og runnar (dulfrævingar)
bottom of page