top of page
Marble Surface
Leaves Shadow

Sígrænir runnar eru dulfrævingar sem bera áberandi og oft litskrúðug blóm, en fella ekki laufið á haustin.

Flestar tegundir sem fjallað er um hér tilheyra lyngætt.

Lyngrósir og aðrar plöntur lyngættar eiga það sameiginlegt að þrífast best í myldnum, frekar súrum jarðvegi með jöfnum raka

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Calluna - Beitilyng
 

Beitilyng er eina tegund ættkvíslarinnar Calluna í lyngætt, Ericaceae, með heimkynni víða um Evrópu og Litlu-Asíu. Fjöldi yrkja með breytilegan blómlit og lauflit er ræktaður í görðum.

​​​​​​​​

  • Calluna vulgaris - beitilyng

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Erica - Lyng
 

Ættkvíslin Erica, lyng, er stór ættkvísl um 800 tegunda í lyngætt, Ericaeae. Stærsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er í S-Afríku, en einnig víðar um Afríku og Evrópu. 

​​​​​​​​

  • Erica cinerea - grályng

    • 'Tobi'​

  • Erica carnea - vorlyng

    • 'Rosalie'​

  • Erica x darleyensis - dalalyng

  • Erica tetracalyx - klukkulyng

    • 'Alba Mollis'​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Gaultheria - Deslyng
 

Ættkvíslin Gaultheria, deslyng, er nokkuð stór ættkvísl um 135 tegunda í lyngætt, Ericaeae. Þetta eru sígrænir runnar með heimkynni í Asíu, Ástralíu og N- og S-Ameríku. Tegundir með útbreiðslu á suðurhveli voru áður flokkaðar í sér ættkvísl, Pernettya, en hafa nú verið flokkaðar með deslyngi. Blómin geta verið hvít eða bleik, bjöllulaga.

​​​​​​​​​​

  • Gaultheria procumbens - skriðdeslyng

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Kalmia - Sveiplyng
 

Sveiplyng, Kalmia, er lítil ættkvísl um 10 tegunda í lyngætt, Ericaceae, með heimkynni í N-Ameríku. Laufið er eitrað og getur valdið eitrunum hjá búfé. Blómin geta verið hvít, bleik eða purpuralit.

​​​​​​​​​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Rhododendron - Lyngrósir (róslyng)
 

Ættkvíslin Rhododendron er feiknastór ættkvísl yfir 1000 tegunda í lyngætt, Ericaceae sem flestar eiga heimkynni í Asíu en nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir runnar með stór blóm í öllum litum litrófsins nema hreinbláum.

​​​​​​

​​

Sneplur eru sígrænir runnar ættaðir frá Nýja-Sjálandi.  Þær þrífast best á sólríkum, skjólgóðum stað í vel framræstum jarðvegi. 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Hebe - Sneplur
 

Ættkvíslin Hebe, sneplur, er ættkvísl um 90 tegunda í græðisúruætt, Plantaginaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er Nýja-Sjáland en einnig eru tegundir með heimkynni í S-Ameríku. Ættkvíslin er náksyld deplum, Veronica, og vilja sumir grasafræðingar flokka Hebe með þeim.

Marble Surface
bottom of page