top of page
Leaves Shadow

BURKNAR

Burknar eru gróplöntur sem eru frumstæðari í þróunarsögunni en fræplöntur. Þeir mynda ekki blóm og fjölga sér með gróum í stað fræja. Gróin myndast í gróhirslum á neðra borði laufblaðanna eða á sérstökum gróblöðum.  Eitt einkenni burkna er að laufin eru upprúlluð þegar þau koma upp og vefst ofan af þeim eftir því sem þau vaxa. 
Á Íslandi vaxa 23 tegundir burkna, sem sumar hverjar eru sjaldgæfar og alfriðaðar. Aðrar, eins og tófugrasið, eru algengar um allt land. Burknar vaxa best í skugga eða hálfskugga í frjóum, rökum jarðvegi. Flestir þola illa næðing og kjósa yfirleitt skýlda vaxtarstaði í sprungum eða snjódældum.

2020-08-31 11-39-40edit.jpg

Adiantum - Venusarhár

 

Venusarhár, Adiantum, er nokkuð stór ættkvísl um 250 tegunda í vængburknaætt, Pteridaceae.  Þetta eru mjög fíngerðir burknar, oft með svarta stöngla og þunnt, ljósgrænt lauf sem vaxa gjarnan í lífefnaríkum, rökum jarðvegi, oft í klettasprungum þar sem vatn seitlar niður. Ein tegund, venusarhár (A. raddianum) er vinsæl pottaplanta.  Flestar tegundir vaxa í Andesfjöllum og A-Asíu.

 

20120626_155edit.jpeg

Asplenium - Klettaburknar

 

Klettaburknar, Asplenium, er ættkvísl um 700 burknategunda í klettaburknaætt, Aspleniaceae, og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.

 

20090609_085edit.jpeg
Athyrium - Fjöllaufungar
 

Fjöllaufungar, Athyrium, er ættkvísl í fjöllaufungsætt, Athyriaceae. Um 100 tegundir tilheyra ættkvíslinni með dreifingu um allan heim. Tvær tegundir, fjöllaufungur og þúsundblaðarós, vaxa villtar á Íslandi. 

20090605_048edit.jpeg
Cystopteris - Tófugrös
 

Tófugrös, Cystopteris, er ættkvísl 18 líkra tegunda í fjöllaufungsætt, Athyriaceae, með útbreiðslu um allan heim. Ein tegund, tófugras, vex villt á Íslandi og er algeng um allt land.

20100627_209edit.jpeg
Dryopteris - Burknar
 

Dryopteris, burknar, er ættkvísl um 150 tegunda í ættinni Dryopteridaceae með dreifingu um allan heim, þó flestar tegundir vaxi á tempruðum svæðum á norðurhveli jarðar. Tvær tegundir vaxa villtar á Íslandi, stóriburkni og dílaburkni.

20090604_059edit.jpeg
Matteuccia - Körfuburkni
 

Matteuccia, er lítil ættkvísl í ættinni Onocleaceae, með aðeins einni tegund, körfuburkna. 

20090719_251edit.jpeg
Onoclea - Festarburkni
 

Onoclea er ættkvísl í ættinni Onocleaceae sem inniheldur aðeins eina tegund, festarburkna.

20120626_157edit.jpeg
Polypodium - Sæturót
 

Polypodium er ættkvísl 75-100  tegunda í ættinni Polypodiaceae. Tegundir ættkvíslarinnar hafa útbreiðslu um allan heim, en mestur tegundafjöldi er í hitableltinu. Ein tegund, köldugras, vex villt á Íslandi.

20100901_180edit.jpeg
Polystichum - Skjaldburknar
 

Skjaldburknar, Polystichum, er stór ættkvísl um 500 tegunda í Dryopteridaceae ættinni. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast um allan heim, en mestur tegundafjöldi er í A-Asíu. Ein tegund, skjaldburkni, vex villt á Íslandi.

bottom of page