Mýrastigi

Matteuccia struthiopteris

Körfuburkni

Fjöllaufungsætt

Onocleaceae

Hæð

meðalhár - hávaxinn, um 40 - 80 cm

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur, frjór, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Evrópa, Asía, N-Ameríka

Matteuccia, er lítil ættkvísl í ættinni Onocleaceae, með aðeins einni tegund, körfuburkna.

Meðalhár - hávaxinn burkni með uppréttu laufi sem vex í hvirfingu. Breiðist út með jarðstönglum, ný planta getur vaxið upp nokkru frá þeirri gömlu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.