top of page
Chartreuse variegated grass, Alopecurus pratensis 'Aureovariegatus'
Alopecurus - Liðagrös

Alopecurus, liðagrös, er ættkvísl í grasætt, Poaceae. Þau eiga það sameiginlegt að bera þétt, sívöl blómöx sem minna svolítið á refaskott og eru því kölluð "foxtail" á ensku. Ættkvíslin inniheldur um 25 tegundir grasa sem vaxa um tempraða beltið norðanvert og eru sum notuð sem fóðurgrös í landbúnaði.

​​

White variegated grass, Arrhenatherum ealius ssp. bulbosum 'Variegatum'
Arrhenatherum - Ginhafrar
 

Ginhafrar, Arrhenatherum, er frekar lítil ættkvísl í grasætt, Poaceae, með heimkynni í Evrasíu og N-Afríku. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem fóðurgrös og a.m.k. eins sem skrautgras í görðum.

Ornamental grass Calamagrostis 'Overdam' with white variegated foliage
Calamagrostis - Hálmgresi
 

Hálmgresi, Calamagrostis, er nokkuð stór ættkvísl um 250 tegunda í grasætt, Poaceae.

Þetta eru hávaxnar plöntur með löngum puntum með heimkynni víða í tempruðum beltum og til fjalla nær miðbaug. Margar tegundir þykja góðar garðplöntur, þar á meðal braggastráin alræmdu ('Karl Foerster'), sem eru eitt vinsælasta skrautgrasyrki í heiminum.

Carex with white variegated foliage
Carex - Starir
 

Starir, Carex, er stærsta ættkvísl stararættar, Cyperaceae, með um 2000 tegundum. Flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi, en þó eru undantekningar á því. Tegundir ættkvíslarinnar eru dreifðar um allar heimsálfur, flestar á heimskauta og tempruðum svæðum.

Blue-gray grass, Elymus glaucus
Elymus 
 

Elymus er nokkuð stór ættkvísl um 150 tegunda í grasætt, Poaceae, með heimkynni í öllum heimsálfum.  Nokkrar tegundir eru ræktaðar í görðum, en ein, húsapuntur, er planta sem enginn vill fá í garðinn sinn. 

A tuft of Festuca 'Compact Blue'
Festuca - Vinglar
 

Vinglar, Festuca, er nokkuð stór ættkvísl um 400 - 500 tegunda í grasætt, Poaceae. Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um allan heim.  Margar eru lágvaxnar, fíngerðar tegundir, en ættkvíslin inniheldur líka stórvaxnar tegundir sem geta náð 2 m hæð. Blómskipunin er þéttur puntur. Túnvingull (F. rubra) er íslensk planta sem er lélegt fóðurgras, en er nýttur til landgræðslu þar sem hann er mjög þurrkþolinn. Afbrigði af honum eru líka notuð í grasfræblöndur fyrir grasflatir og golfvelli þar sem þau mynda mjög þéttan, fíngerðan svörð.

Chartreuse variegated ornamental grass, Hakonechloa macra 'Aureola'
Hakonechloa
 

Hakonechloa er ættkvísl í grasætt, Poaceae, sem inniheldur aðeins eina tegund sem vex villt í Japan. Hún er skuggþolin og mörg garðaafbrigði eru ræktuð í görðum.

Silky pink ornamental grass, Hordeum jubatum
Hordeum - Bygg
 

Ættkvíslin Hordeum, bygg, er ættkvísl einærra og fjölærra tegunda í grasætt, Poaceae, með útbreiðslu um norðurhvel jarðar. Hordeum vulgare, bygg, er mikilvæg kornplanta sem er ræktuð víða um heim, m.a. á Íslandi. Að minnsta kosti ein tegund er ræktuð sem einært skrautgras í görðum.

Ornamental grass Imperata cylindrica 'Red Baron'
Imperata
 

Imperata er ættkvísl um 10 tegunda sem eru útbreiddar í hitabeltinu og á hlýtempruðum svæðum. Þau blómstra silkihærðum öxum og a.m.k. ein tegund er mjög vinsælt skrautgras í görðum.

Ornamental grass with blue-green foliage, Koeleria glauca
Koeleria - Strýgresi
 

Strýgresi, Koeleria, er útbreydd ættkvísl í grasætt, Poaceae, sem nær til allra heimsálfa að Suðurskautslandinu undanskyldu. Ættkvíslin hefur minnkað nokkuð skarpt, hún taldi áður hundruði tegunda sem hafa verið fluttar í aðrar ættkvíslir, en tæplega 50 tegundir eru nú flokkaðar í þessa ættkvísl. Nokkrar eru ræktaðar í görðum.

Luzula sylvatica 'Solar Flare' with chartreuse, grass like foliage
Luzula - Hærur
 

Hærur, Luzula er nokkuð stór ættkvísl í sefætt, Juncaceae, með útbreiðslu víða um heim, flestar í kaldtempruðum svæðum, heimskautasvæðum og upp til fjalla. Blaðjaðrarnir eru hærðir og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Blómin standa yfirleitt þétt saman í blómhnoðum og eru oftast brún. Nokkrar smávaxnar tegundir vaxa villtar á Íslandi. 

Milium effusum 'Aureum', ornamental grass with chartreuse foliage
Milium
 

Milium er frekar lítil ættkvísl í grasætt, Poaceae með útbreiðslu á norðurhveli jarðar. Hún var mun stærri, en fjöldi tegunda sem áður tilheyrðu þessari ættkvísl hafa verið færðar í aðrar ættkvíslir.

Molinia caerulea 'Dauerstrahl' ornamental grass with upright, green foliage
Molinia
 

Molinia er lítil ættkvísl í grasætt, Poaceae, sem inniheldur nú aðeins tvær tegundir eftir að aðrar tegundir sem áður tilheyrðu þessari ættkvísl hafa verið fluttar í aðrar ættkvíslir. Önnur tegundin (M. caerulea) vex víða í Evrasíu, hin (M. japonica) í Japan og Kóreu. 

bottom of page